Hilton Worldwide fagnar 100 ára afmæli þann 31. maí 2019.

Hilton hefur verið leiðandi í nýsköpun og gestrisni allt frá því að Conrad Hilton lagði grunninn fyrir 100 árum og hefur verið lykilaðili í umbreytingum  þegar kemur að nýjungum í þjónustu við gesti um allan heim.

Vildarklúbburinn Hilton Honors telur um 70 milljón meðlimi og er fjölmennasti vildarklúbbur heims.

Hilton Honors félagar njóta ýmissa fríðinda á yfir 4800 hótelum  eins og að eiga kost á fríum gistinóttum eða kostakjör hjá samstarfaðilum í verslunar- og veitingageiranum sem og bílaleigum og flugfélögum sem eru í samvinnu við Hilton Honors.

Við hvetjum ykkur eindregið til að taka þátt og nýta ykkur þau kjör sem eru í boði á ferðalögum hérlendis og erlendis.

Í tilefni 100 ára afmælis Hilton viljum við á Reykjavík Konsúlat gefa, ásamt systurhótelum okkar innan Hilton keðjunnar í Reykjavík, 100 afmælisgjafir til heppinna Hilton Honors félaga sem skrá sig í vildarklúbbinn í maí eða eru nú þegar meðlimir í Hilton Honors.

Allir meðlimir geta tekið þátt og leikreglur eru mjög einfaldar.

  • Skráðu þig í Hilton Honors með því að smella hér -> Skrá í Hilton Honors
  • Kvittaðu undir Facebookfærslu okkar og hafðu Hilton Honors númerið þitt með.
  • Facebook færslan er hér -> Kvitta á Facebook

Þú ert komin/nn í pottinn!

Í maí drögum við út 100 heppna sem hljóta glæsilega vinninga frá Hilton Reykjavík Nordica, Canopy Reykjavík og Reykjavík Konsúlat.

Dæmi um  vinninga:

  • Gisting ásamt morgunverði á Reykjavík Konsúlat hótel fyrir tvo
  • Thomsen Te í setustofu Reykjavík Konsúlat fyrir tvo
  • Kokteilar fyrir tvo á glæsilegum hótelbar Reykjavík Konsúlat

Við þökkum Reykvíkingum og landsmönnum öllum fyrir gestristnina og gleðina sem sýnd hefur verið í garð ferðamanna og gestanna okkar.

Til hamingju með 100 árin Hilton!